10 ágúst, 2006

Madonna

Madonna og ég

Ég skrapp á tónleika með Madonnu um þar síðustu helgi og skemmti mér konunglega. Og auðvitað þá fór maður að rifja upp kynni sín af þessari tónlistarkonu. Ég fílaði aldrei Madonnu á mínum yngri árum. Fannst hún hundleiðinleg og fölsk (ekki söngfölsk heldur persónuleikin var falskur). Svona "égerrebeltilaðhneykslafólk" söngkona.

En síðan fyrir nokkrum árum þá sá ég lag í sjónvarpinu, Frozen með Madonnu og fannst það nokkuð gott. Fjárfesti síðan í geisladisknum Ray of Light og fannst hann drullu góður. Skemmtilegasta lagið var lag nr. 7 "sky fits heaven" lang best. Ég sé alltaf það sama fyrir mér þegar ég sé þetta lag. Ég sé fyrir mér sprengjuflugvélar vera fljúga yfir borg og síðan er sprengjunum sleppt og það er fylgst með einni sprengju vera falla til hægar, sýnt í slo mo á meðan hún snýst hægt á leiðinni niður. Ætli það sé ekki travelling down sem kveikir á þessari mynd minni.

En allavega. Eftir að ég tók hana í sátt þá hef ég aðeins fylgst með henni. Og verð að játa að hún er stórmerkilegur listamaður. Tónlist hennar er síbreytileg og með hverri nýrri plötu kemur nýtt look á hana sjálfa. Hún gjörbreytir útliti sínu og fatastíl. Hún gerir líka ágætar barnabækur (þessi eina bók sem ég hef lesið var nokkuð góð). Verst að hún er með einhverjar hugmyndir um það að hún geti verið kvikmyndastjarna, en það er önnur saga.

Nú sá ég þessa manneskju á sviði og get sagt að ég mundi ekki hika við að fara aftur á tónleika með henni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli