15 ágúst, 2006

Vinnutörn

Vinnutörn lokið

Frá 13 júlí til 14 ágúst vann ég í tveimur vinnum. Alla daga vikunnar, öll kvöld og allar helgar. Ég fékk eina helgi til að fara til útlanda og síðan 3 daga frá fjölmiðlavaktinni.

Ég vann 116 tíma (plús, mínus 5 tímar) og borgaðir tímar voru 156 tímar í fmv. Í þjóðarbókhlöðunni vann ég 175 tíma. Samtals vann ég 291 tíma en fékk borgaða 331 tíma. Þetta þýðir að ég vann 180% vinnu en skilaðir vinnutímar voru 207%.

Þegar ég kláraði síðasta vinnudaginn minn í fmv þá fann ég þreytu hellast yfir mig. Ég rauk heim en þegar ég lagðist upp í rúm þá leið mér illa. Var lengi að átta mig hvenær mér hafði liðið svona illa. Áttaði mig síðan daginn eftir að ég mér hafi liðið svona illa þegar ég gekk Jökulsárgljúfrin, fyrri daginn. Líkaminn öskraði á hvíld en öskraði svo hátt að ég gat ekki hvílst. Maginn kvartaði og vanlíðanin var mikil.

Þegar ég vaknaði þá var líðanin mun verri og ég hringdi mig inn lasin. Svaf svo til hádegis og slappaði af síðan allan daginn.

Aldrei aftur, aldrei aftur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli