Djamm og Dans
Ég fór á lífið í gær. Leifur er á landinu og það var ákveðið að smala saman í smá skrall. Við vorum bara fjórir sem mættu til Ella en það var bara ágætur fjöldi. Áttum saman nokkur góða bonding stund, þar sem talað var um allt á milli himins og jarðar. Drukkið smá öl. Ég var orðin nokkuð syfjaður þegar leið á kvöldið og þegar ákveðið var að fara niður í bæ þá ætlaði ég að passa á það. En það vegna hópþrýstings þá ákvað ég að skella mér með. Hann Halli D henti í mig ripfuel töflum sem áttu víst að hressa mig við. Ég tók eina og síðan þegar við mættum niður í bæ þá skellti ég mig einum orkudrykk (blandaðan í áfengi..). Og varð bara nokkuð hress.
Ég elska að dansa. Alveg frá því að ég fór á fyrstu Prodigy tónleikana mína þá hef ég elskað að dansa. Láta allt flakka á dansgólfinu, sveifla hári, baða út öllum vöngum, syngja með tónlistinni, hoppa o.s.frv. Hef alltaf skemmt mér vel á dansgólfi. Í gær var engin breyting á. Við fórum á Pravda þar sem hann Raggi stóð að sumbli og hristum okkur smá þar og síðan var haldið á Glaumbar, ég reyndi að dansa sem mest þar en vegna plötusnúðarins þá var lagavalið alger hörmung.
Við vorum við barborðið að spjalla og drekka, og ég að dilla mér á ganginum þegar Elli segir mér að hann hafi alltaf fílað hvað ég hefði getað skemmt mér í öllum aðstæðum. Ég held allavega að hann hafi sagt það. En ég býst við því að hann hafi meint það að hann fílaði hvað ég læt allt flakka í dansinum. Þetta er nú ekki í fyrsta skiptið sem einhver kemur með athugasemd varðandi dansinn minn. Hef heyrt setningar eins og "þú dansar illa en það skiptir ekki máli þar sem þú ert að fíla þig svo vel", "ertu eitthvað snargeðveikur?", "er eitthvað að þér maður?", "Á hverju ertu?", "rosalega ertu flottur þegar þú dansar".
En vitið þið hvað? Þegar ég er á dansgólfinu og er að sleppa mér þá gleymi ég öllu, í nokkrar mínútur þá hætti ég að hugsa um fólkið í kringum mig, mínar aðstæður, hvort að ástandið í Ísraels mun leiða til meira ofbeldis, hvað á að gera við pólitíkusa o.s.frv. Allt hverfur og það eina sem skiptir máli er hreyfing líkama míns og taktur tónlistarinnar. Ég fíla þá tilfinningu í ræmur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli