17 ágúst, 2006

mótmælendur

Að vera mótmælandi og aðrar hugrenningar

Jæja þá er allt að verða tilbúið. Eftir að pakka niður, sækja bílinn, kíkja í Landsvirkjun, tala við bróa og redda kort af svæðinu. En ég er búin að hugsa mikið.

Þegar ég hef verið að tala um þessa ferð þá hefur fólk oftast spurt mig hvort að ég sé að fara mótmæla. Nei ég er ekki að fara mótmæla og ef ég ætlaði að mótmæla þá myndi ég gera eitthvað betra, stærra, meira heldur en að hlekkja mig við vinnuvélar og kvarta síðan yfir harðræðir lögreglumanna.

Í gær var viðtal á NFS við mótmælenda sem var spurður hvort hann héldi að þetta hefði einhver áhrif. Hann svaraði því að hann vonaðist til þess að fólk myndi fræðast um einhver mál tengt Kárahnjúka sem það vissi ekki áður. Djöfulsins fífl eða að fréttastofan er svona skemmtileg að klippa niður það sem er merkilegt. Hver er þeirra málstaður? Hvar getur maður fengið upplýsingar um hann? Af hverju er ekki einn talsmaður þeirra, væri betra ef hann gæti talað íslensku? Og síðan minnast þeir af og til á það að þeir munu fara heim eftir nokkra daga. Arrrgghhh.. ef Ghandhi hefði nú minnst verið svona.. já ég mótmæli þangað til að það kemur kaffitími eða vinnudegi er lokið. Gera þetta almennilega, tilbúin að fórna lífinu sínu, tilbúin að limlestast, tilbúin að vera lamin fyrir skoðanir þínar, tilbúin til að sitja í fangelsi og þjást fyrir þær. Ekki kvarta og kveina, ekki segja að einhver sé með harðræði eða fúll. Ekki segja að þú farir heim þegar fríinu þínu er lokið..

Fífl.

Ómar Ragnarsson er flottur, hann gerir þetta vel. Hann vill ekki nota ofbeldi hann vill bara fræða fólk. Hann gerði mistök með bókinni sinni, með og á móti Kárahnjúkum, fín bók en var ekki með neina almennilega skoðun. Og síðan þegar á að veita í lónið þá ætti Íslendingar sem eru á móti þessu að fara bara ofan í lónssvæðið og vera þar og segja "ég vil deyja með landinu ef þið gerið þetta". Nú ef það er ekki tilbúið til þess þá bara sökkva þessu svæði og hætta að nöldra.

En það er gott að vera búin með þessa vinnutörn.. vinn hvernig andinn hellist yfir mig, hvað ég er ánægður með líf mitt þessa dagana og allt sem er í gangi.. ok flest allt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli