06 ágúst, 2006

Hugleiðing

Stundum er maður seinn

Sit fyrir framan imban og hlusta á Nýja diskin frá Muse. Læt hraða hugsunarinnar minnar jafnast á við hraða tónlistarinnar. Ný komin upp úr baði, finnst ég geta tekist á við heimin. Finnst ég vera myndarlegur og öflugur.

Hugur minn er komin á flug. En ég er seinn. Hugsa að ég sé of seinn.

Draumlandið, viðtalið við Jakob Björnsson í Silfri Egils þann 7. maí, Kárahnjúkar: með og á móti eftir Ómar Ragnarsson. landsvirkjunar heimasíðan. Fréttir að Kárahnjúkasvæðinu og þessum svokölluðu mótmælendum sem eru þar.

Hvar eru hugsjónirnar? Hvar er aflið?

Það á að byrja að safna í lónið fljótlega í haust. Og ég er fyrst að uppgötva þetta svæði og allt í kringum það núna. Hef bara verið ómerkilegur blaðrari hingað til.

Það er á svona stundum sem... sem... sem... ég veit ekkert hvað ég ætla að segja.. hugurinn er bara að springa og ég veit ekki hvað ég er að segja.

En ein spurning.. hvar er Sigríður Tómasdóttir Kárahnjúka? Hvers vegna er hún ekki komin á sjónarsviðið? Erum við hætt að öðlast hugsjónir? Blöðrum við bara?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli