25 ágúst, 2006

Táneglur

Mínar táneglur eru FUBAR. Þetta er að verða bjánalegt hvernig þær líta út. Hvers vegna geta þessar neglur ekki verið eðlilegar? Þær eru hrikalega ljótar. Á litlu tánum þá er hálf nöglin horfin og það vex eitthvað þykkildi yfir þar sem nöglin var. Þykkildi sem ég þarf að klippa af jafnreglulega og neglurnar. Stóra táin er fín. Eina táin sem ég er sáttur við. Tá númer tvö (við hliðin á stóru er að vaxa niður, táin tekur strax °90 beygju niður á við. Ekki gaman, tá númer þrjú er í lagi en tánöglin á nr. 4 (talið frá stóru tá) er að reyna breytast í U. Báðir endarnir til hliðanna sveigjast upp og miðjan á tánöglinni er lægsti punktur naglarinnar.

Þetta er svona báðum megin. Er einhver með lausn? Ætti ég að fara í fótsnyrtingu? Ég mundi nú vorkenna þeirri stúlku/strák sem myndi fá það verk að snyrta á mér tærnar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli