Efnahagsástand þjóðfélagsins
Það er verið að tala um að það sé nauðsynlegt að hafa álver til þess að halda efnahaginum á réttum kili. Ég las blöðin í gær og ég var að rita niður fréttir sjónvarps og útvarps. Gerðu þið það? Í Blaðinu var grein um nýbygingar, þar var sagt að fólks sem er að kaupa nýbyggingar væru að lenda í milljóna tjóni vegna galla í frágangi, "Mikill hraði á byggingamarkaði sem og fjöldi erlendra verkamanna með misgóða fagþekkingu er talin vera helsta ástæða vandans."
Í útvarpsfréttum og sjónvarpsfréttum kom frétt þess efnis að meðalaldur starfsmanna í matvöruverslunum fari lækkandi. Það vantar fólk á hjúkrunarheimili, vantar fólk á kaffistaði (hafið þið komið nýlega í Cafe Paris?), alltaf auglýsingar í öllum sjoppum og búðum um að það vanti fólk.
Þegar ástandið er svona er þá eitthvað vit í því að stefna á stórar miklar framkvæmdir? Er það bara ekki tóm vitleysa?
2 fréttir á sama degi um sama málefnið.. skortur á vinnuafli. Ef það sé skortur þá eykst þrýstingur á að laun hækki.. sem þýðir að verð hækkar þar sem þjónustan er þá dýrari vegna þess að starfsfólk kostar meira.. sem þýðir verðbólga...
Erum við ekki að skjóta okkur svo í fótinn þessa dagana að það hálfa væri nóg?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli