01 september, 2006

stefnumót

Stefnumót

Fyrir nokkrum vikum þá bauð ég kærustunni á stefnumót og það var mjög skemmtilegt kvöld. Hún sagðist ætla að taka að sér að skipuleggja næsta kvöld okkar.

Það er að fara í hönd þessa helgi. Ég hef verið nokkuð ómeðvitaður um hvað hún hefur verið að skipuleggja og veit ekkert hvað er í vændum.

En ég var kallaður í upplýsingaborðið fyrir nokkrum mínútum vegna "konu sem vill hitta þig". Þarna stóð kvennmaður sem ég kannaðist við en hafði aldrei séð áður. Hún rétti mér blóm sem á var fast á mynd og texti. Frá kærustunni.

Það er nú ekki oft sem ég roðna.....

Nú er maður bara að velta því fyrir sér hvað hún tekur sér næst fyrir hendur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli