19 september, 2006

Greys anatomy

Imbakassinn

Oftast þá er ég ekki mikið fyrir sjónvarp. Hef fundist að ég hef nóg annað við minn tíma að gera heldur en að hanga og glápa á kassann. Ég hef stundum dottið inní vissar sjónvarpseríur (24, lost, C.S.I, survivor, judging amy, ER, star trek o.fl.) en það er oftast vegna þess að maður fær ákveðin félagsskap með því að horfa á þetta, spjall um sjónvarpsþættina og maður horfir á þættina með einhverjum ákveðnum aðila. Gott dæmi um þetta er Supernatural sem ég horfi á með vini mínum, honum Gissuri og stundum kemur Halli L og glápir með okkur.

En það er einn sjónvarpsþáttur sem ég er orðin háður. Það er spítaladramað Grey´s Anatomy. Þessir þættir láta mig öskra á meira gláp, er verri vegna þessa þátta heldur en þegar ég horfi á 24.

En hvað er við þessa þætti sem gera mig háðan? Það er einfalt svar við því. Það er rosalegt drama í þáttunum, persónu drama. Þeir skapa trúverðugar persónur. Það er eitt það sterkasta við þættina. Þeir eru líka óhræddir við að láta þróun gerast í þáttunum. Fólk verður ástfangið, fólk ríður, lendir í rifrildum, slagsmálum, er skotið, verður reitt o.s.frv. Og það sem meira er.. að mínu áliti þá er þetta trúverðugt.

Þetta er ekki þáttur þar sem áherslan er á skurðaðgerðir og eitthvað tengt þeim, heldur um dramað sem verður í kringum aðgerðirnar og tilfinningarnar sem eru tengdar þeim. Það er engin persóna sem fer í taugarnar á mér í þessum þáttum. Það er lagt gríðarlega mikið í þessa þætti, samtölin, flækjurnar og aðstæðurnar eru yndislegar. Það má segja að í 18 þætti í seríu tvö þá er ein flottasta sprenging sem ég hef séð í sjónvarpi, tæknilega mjög vel unnin og ótrúlega spennandi aðstæður.

Mín uppáhalds persóna er Dr. Christina Yang sem Sandra Oh leikur. Metnaðargjörn, tilfinningalaus karakter, læknir sem á bara að vera bakvið skurðarborð en ekki fyrir framan fólk, sterk kvenpersóna, sem á sínar mjúku hliðar og er mannleg.

Mér finnst líka Georg O´Maley frábær, mjúki maðurinn í hópnum, tifinninganæmur, mannlegur en er samt svo sterkur þegar skíturinn lendir í viftunni að það hálfa væri nóg.

Dr. Alex Karev vinnur á rosalega í annarri seríu. Þessi breidd tilfinninga sem hann sýnir er frábær, djúpur karakter sem felur hafsjó tilfinninga á bakið stóra testósterón grímu.

Í heildina litið þá er þetta, að mínu áliti, einn sá besti sápuóperuþáttur sem búin hefur verið til.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli