Hefur þú lesið stúdentablaðið?
Eins og glöggir lesendur sjá þá minntist Kristinn á það að það sé grein eftir mig í Fréttablaðinu í dag. Það er nánartiltekið í stúdentablaðinu.
Nafnið á greininni er "hefur þú farið til kárahnjúka?" og þar er ferðasaga mín þegar ég dröslaði nokkrum upp að þessum stað. Og allar hugrenningar mínar í kringum þá ferð og þessa framkvæmd.
3 myndir flutu með þessari grein, Töfrafoss, Kárahnjúkastífla og Álverið. Þegar ég kíkti á ritstjórann þá sá ég að þeir voru búin að setja myndina þar sem ég sit við Töfrafoss í staðin fyrir myndina þar sem Töfrafoss var einn. Það var svo sem í lagi. Síðan þegar ég opnaði blaðið í morgun þá sá ég að það var búið að stækka hana þónokkuð. Hún nær yfir hálfa blaðsíðu. Sjit... nú hugsa allir að ég sé rosa hégómagjarn og hefði beðið um þetta... en svo var ekki.. þó að nokkur hugsunarskeyti hafi farið af stað.
3 hafa hrósað mér fyrir greinina og ég er sjálfur nokkuð sáttur við hana. Eflaust eru einhverjar staðreyndavillur og ég er nokkuð viss um að ég á eftir að fá aulahroll yfir lok greinarinnar eftir einhvern tímann en það verður bara að hafa það.
Ég fékk smá hnút í gær þegar ég opnaði blaðið og sá greinina. Fékk ekki beint áhyggjur.. var svona spenntur með hvort að ég myndi fá einhver viðbrögð og kveið smá fyrir hvaða viðbrögð ég myndi fá. Ég hugsa að þetta sé fyrsta sem birtist eftir mig á prenti (fyrir utan ljóðin sem ég setti í ljóðabók F.B. sem ég fékk aldrei að sjá!). Eins og allir vinir mínir vita þá hefur mér alltaf langað að gefa út eitthvað á prenti. Ég veit í dag að ég er alls ekki með neina ofurhæfileika á því sviði en þetta er ákveðin draumur sem hefur fylgt mér í gegnum tíðina og þótt að grein í stúdentablaðið sé kannski ekki stór hlutur fyrir suma þá fullnægði þessi opna ákveðna þörf sem ég hef oftast fengið útrás fyrir á þessari vefsíðu.
Ég er sáttur og ef þið hafið einhver jákvæð komment á greinina þá skuluð þið skella þeim bara hér í comment kerfið. Ef þið hafið ábendingar eða neikvæðar athugasemdir þá er netfangið mitt simplyjens at gmail punktur com.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli