11 september, 2006

11.september

Hugleiðingar um 11. september

Er ekki gott að fjalla aðeins um 11. september á þessu 5 ára afmæli. Það vita auðvitað allir um hvað ég er að tala um er það ekki?

Ég var nefnilega að lesa um daginn bókina confederacy of Dunces eftir Garth Ennis. Þetta er 6 bókin í þessum flokki og mér hefur alltaf fundist hún síst. Svo sem áhugaverð hugmynd þar sem 3 miklar hetjur fara saman á eftir aðalsöguhetjunni, sem er mikil andhetja. Mér finnst þetta voðaleg klisja og það er svona auðveldar lausnin í henni.

En já, hann Garth Ennis byrjaði að rita þessar sögur árið 2000 og í enda fyrsta kafla fyrstu bókarinnar "welcome back Frank" þá stendur aðalstöguhetjan upp á Empire States byggingunni og kastar einhverjum mafíósa niður af byggingunni. Hann horfir síðan yfir New York og finnst eins og borgin sé að gleðjast yfir því að hann skuli vera komin aftur.

Garth Ennis skóp ekki þessa hetju heldur tók hann við henni eftir að hún var búin að veltast um í þessum sagnabálki. Hafði verið valin af englum til að hreinsa upp einhverja djöfla og farin að drepa fólk fyrir einhverja smáhluti. Hann Garth gerði mjög góða hluti með þessa persónu og byrjaði einfaldlega á því að fara aftur í grasrótina (to the basics). Og gerði það mjög vel.

En já, eins og ég var að segja þá var ég að lesa 6 bókina og í endanum á þeirri bókinni i þá stendur Frank upp á Empire States byggingunni og gerir sig tilbúin til að kasta einhverjum skítbuxa niður af byggingunni. Hann á við sig svona innbyrðis dialógíu sem mér fannst mjög skemmtileg og afskalega áhugaverð sérstaklega þar sem í dag er 11. september. Hann Garth skrifaði þennan texta árið 2005.

Four years ago Fjögur ár eru liðin
The view was diferent then sjóndeildarhringurinn var annar þá
I remember the day the Towers came down, not for all the sound and fury, not for the streets awash with smoke, but for the looks on the faces of the people I man daginn sem Turnarnir hrundu, ekki vegna hávaðans og reiðinnar, ekki vegna reyksins sem fyllti göturnar, heldur fyrir svip fólksins
The stricken horror of innocence killed stone dead hræðslusvipin af sakleysi sem var steindrepið
See? I thougt Sjáið? hugsaði ég
See now? Sjáið núna?
See what the world is really like sjáið hvernig heimurinn í raunni er?
The City now, it knew borgin, hún vissi
It had known all along hún hafði vitað allan tíman
For a moment I ssem to hear it talking í eitt augnablik þá virtist mér hún tala
Frank, It says, Don´t ever go away again Frank, segir hún , Þú skalt aldrei fara í burtu aftur
But I´m not going anywhere en ég er ekki að fara neitt
I need you, Frank ég þarfnast þín Frank
Says New York City Segir New York borg
Always did like this town (mér líkaði alltaf vel við þessa borg

Snilldar texti. Og mætti kannski segja að stjórn Bandaríkjanna hafi tekið söguhetjuna Frank Castle sér til fyrirmyndar í eftirleik 11. september 2001.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli