26 september, 2006

Síðustu dagar lífs míns

Þann 21. október 2004 fékk ég tölvupóst frá kennara þar sem hann bað mig um að útlista helstu hugmyndir mínar varðandi B.A ritgerðina. Klukkan 12:32 í dag sendi ég svarið. Ég fór yfir u.þ.b 40 heimildir um kynfræðslu og árangur hennar og tókst að smiða eitthvað út úr því. Veit ekki hvort að ritgerðin sé raunhæf en það kemur bara í ljós.

Ég er byrjaður að rita sögu sem ég kalla "að handan" vísindaskáldsögu þar sem ég velti upp mínum hugmyndum um framtíðina. Dreymdi draum um daginn þar sem ég sá inní framtíðina og sagan er upp úr þeim draum. Er enn að móta söguna og hugmyndina bakvið hana.

Er nokkuð sáttur við vinnuna á fjölmiðlavaktinni. Þetta er allt að smella saman, launabullið sem var í gangi er komið í lag (mismunandi útreikningur á tímafjölda kom upp).

Næstu helgi er ég að fara á Sauðárkrók til að hitta vinkonu kærustunnar. Verð nú að segja að það er komin nokkur tilhlökkun í mig, fara út á land með henni og síðan er eitthvað djamm á laugardeginum en annars verður þetta bara hangs. Alltaf gaman að hangsi.

Dreymdi skemmtilegan draum í nótt þar sem ártúnhöfði var að fara gjósa og ég hafði fattað það og tók þá ákvörðun að koma mér hið snarasta í burtu og vara við kærustuna og ættingjana mína en ekki neinn annan þar sem ég vissi að allt mundi fara í fokk ef ég myndi gera það og líkurnar á því að ég myndi bjarga sjálfum mér myndu minnka töluvert.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli