04 september, 2006

óvissuhelgi

Óvissuhelgi

Ég vissi aldrei hvað var að gerast. Henni tókst alltaf að vera skrefi á undan og hún á hrós skilið fyrir það. Ég giskaði stundum á rétta hlutin en henni tókst alltaf að halda andlitinu.

Við fórum á skauta og síðan upp í bústað, rómtantískur kvöldverður við arineld (kamínueld). Hollur og góður morgunverður, göngutúr upp að Glym í Hvalfirði (sem ég var mjög sáttur við) og síðan í sund. Matur á Tapas og síðan heim upp í rúm.

Kíktum síðan í Brunch til Ástu frænku.

Þrælskemmtileg helgi sem verður erfitt að toppa... en ég mun reyna.

Þakka kærlega fyrir mig.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli