04 september, 2006

Í gær þá spilaði ég

Ég mundaði riffilinn og hafði hann í sigtinu. Bílinn hægði á sér og maðurinn stóð gleiður, glannalegur með glott á vörum.

Hann hélt á skammbyssu, ekki stórri sýndist mér en eflaust væri hann alveg ágætur í því að nota hana. Bílinn stoppaði og ég heyrði Gus og Jonathan opna hurðirnar og stíga út. Sá útunda hjá mér að Jonathan hafði fyrir því að klæða sig í brynjuna.

Gus drap á bílnum og það eina sem lýsti upp svæðið voru bílljósin á bílnum okkar. Bíllinn sem hann stóð hjá var ljóslaus og það voru engin ljós í húsbílnum.

En húsbílinn hreyfðist... ruggaði svona til hliðar. Ég leit á glott mannsins, og hvernig hann hélt á skammbyssunni og það var ekki efi í mínum huga þegar ég tók í gikkinn á riflinum og skaut hann tveimur skotum.

Verst að hann hætti ekki að hreyfa sig fyrr en að ég hafði klárað skotin úr rifflinum á hann og Gus hafði höggið höfuðið af honum með sveðju.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli