28 september, 2006

Hálslón

Hálslón er að verða til


Jæja þá er þetta að fara skella á. Tappinn var líklega settu í Jöklu í morgun klukkan níu og byrjað er að safna í Hálslón. Töfrafoss, Kringilsárrani og fleiri staðir eru að hverfa.

Það er smá tími ef þið nennið að skjótast þangað í vetur eða strax næsta vor. En eftir það er tækifærið búið.

Þeir sem lásu greinina mína vita að ég er ekki sammála honum Ómari Ragnarssyni. Að mínu áliti átti löngu búið að gera þetta að þjóðgarði og það er skömm af því að það hafi ekki verið gert. En að bjarga svæðinu sem er þegar skemmt og gefa Álverinu rafmagn frá öðrum stað? Það finnst mér ekki sniðugt. Frekar að sprengja þetta álver í tætlur og halda áfram að virkja.

En svona er lífið.

Það eru samt skemmtilegir tímar framundan. Ég segi að þetta eigi eftir að vera eitt mesta hitamál í kosningunum á næsta ári. Það er verði að stefna á það að byggja eitt álver í viðbót og stækka þau sem fyrir eru. Sem þýðir meira rafmagn og fleiri virkjanir.

Það ætti alls ekki að gerast fyrr en við fáum að vita alla hluti á bakvið. Verð sem álver fá fyrir rafmagn, hvað svona framkvæmdir kosta o.s.frv. Annað er bara rugl.

Mér flaug í hug fyrir stuttu að til þess að tefja fyrir fyllingu lónsins var að skella upp tjaldi á eitthvað svæði sem færi undir kaf fljótlega og bíða þar. Af hverju er engin að gera það?

Hef ég sagt ykkur að ég elska Google? Þeir hafa sett upp í tenglsum við Picasa mjög flott vef albúm sem ég hef strax nýtt mér. Sjá afrakstur hérna til hægri (frá þér séð, ekki síðunni.. þá segir maður til vinstri).

Kárahnjúkar
Aug 18, 2006 - 46 Photos


Posted by Picasa

Engin ummæli:

Skrifa ummæli