02 október, 2006

Sauðárkrókur

Sauðárkrókur


Á laugardaginn fékk ég að vita að við værum að fara á Laufskálaréttir. Eitthvað um hundrað hestar í réttum. Það var nokkuð gaman en gallin var að ég var ekki klæddur fyrir útiveru, hélt að þessi helgi ætti að vera afslöppun og hvíld, sem betur fer þá tók ég húfuna mína með mér, þrátt fyrir að ég fékk komment á hana.

Helgin var glæsileg, á laugardaginn var farið á réttarball þar sem drukkið var ótæpilega. Fengum far með rútu í úthverfi Sauðárkróks þar sem við gistum. Líkami minn var ekki sáttur við þetta magn af áfengi í mínum kroppi og neyddi mig til þess að skila eitthvað af því aftur. Auðvitað hlýddu ég skipunum líkamans og eyddi nokkrum mínútum í leiðindum.

Ég hafði farið í 3 partí um kvöldið og auðvitað sá fólk að ég og kærastan vorum voða hamingjusöm. Eina kona hafði orð á því og sagði að það gæti ekki verið að við værum búin að vera lengi saman. Það er svo sem rétt þar sem við erum bara búin að vera 9 mánuði saman. Hve lengi getur maður búist við því að það mun endast? þessi hamingja? Þessi þörf fyrir að vilja vera nálægt, að haldast í hendur, að kyssast við hvert tækifæri? Dofnar hún hægt og rólega? Eða verður þetta bara einn daginn horfið án þess að maður tók eftir því?

Síðan er önnur hugsun? Er hægt að halda þessu við meðvitað? Er hægt að hugsa sem svo að maður vilji láta þetta ganga svona áfram og maður gerir það bara? Hefur einhver gert það? Haldið þessu nýjabrumi við í mörg ár?

Mér er spurn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli