30 október, 2006

Helgin - leikrit, fyllerí og spilerí

Helgin

Helgin var viðburðarrík.

Fyrst fór ég á leikhús og sá sýninguna þjóðarsálin í reiðhöll Gusts í Kópavogi. Dró kærustuna með. Ég og hún höfðum gaman af og ég hugsa að ég hafi aldrei fengið eins mikið samviskubit og gæsahúð yfir einu atriði sýningarinnar.

Hann Árni Salomonsson var í sýningunni og mér fannst hann standa sig mjög vel, ég er kannski of nálægt til þess að vera góður dómari á frammistöðu hans. Hestarnir komu líka mjög skemmtilega á óvart.

Eftir sýninguna þá var farið heim og opnað eina flösku af rauðvíni. Hófst þar mikið spjall um heima og geima sem er eitt af sterku punktunum í, að mínu mati, okkar sambandi. Hún var glerþunn daginn eftir og kenndi rauðvíninu um. Ég mótmæli því hér með og segi að það hafi verið hinir drykkirnir sem hún var að drekka, eftir rauðvínið

Á laugardaginn fór ég og stjórnaði ákveðnu ævintýri sem ég hafði lagt töluverða vinnu í að undirbúa. Það gekk allt vel á yfirborðinu en ég sjálfur varð fyrir vonbrigðum. Fékk alls ekki það sem ég ætlaðist til með þessu spileríi. Finnst það hafa mistekist gjörsamlega og það er eitthvað sem ég bara get kennt sjálfum mér um. Hef líka óskað eftir því að við endurtökum leikinn.

Á sunnudaginn var bara þrif, afmæli hjá ömmu, vinna og Rölt. Var ágætur dagur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli