11 október, 2006

Rokk og reykingar

Rokk og Reykingar

Ég sá auglýsingu um Rokktóbeerfest um daginn. Sá að Leaves, Ske og Telepathetics eru að spila á Gauknum á föstudaginn næstkomandi. 600 kall inn. Ég hugsaði með mér "hey, það væri gaman að skella sér á þetta".

Hef alltaf langað að sjá Leaves á almeninnilegum tónleikum (ekki sem upphitunarband fyrir einhverja aðra), hef aldrei séð Ske en hef alltaf langað að kynnast þeim og síðan hlustaði ég á Telephathetics mikið um daginn og fannst þeir frábærir.

Mig dagdreymdi um það að mér myndi takast að plata kærustuna með og jafnvel hafa samband við Ragga og drösla honum líka...

en svo kom raunveruleikinn... Gaukurinn er ekki reyklaus staður... reykingar fara ekkert í taugarnar á mér svona þegar einn, tveir eru að reykja... en þegar ég kem inní sal með lélegri loftræstingu þar sem tugir manna eru að reykja.. jafnvel núna þegar ég sit hér og skrifa þetta þá finn ég reykingarlyktina af mínum fötunum og fæ vott að hausverk bara við tilhugsunina.

Sko.. hávaði, dans, drykkja er ágætisblanda, getur stundum verið yfirþyrmandi en ágætisblanda.. en að blanda sígarettureyk inní þessa blöndu.. hún er bara ekki fyrir mig...

Ég verð að játa að ég hlakka GRÍÐARLEGA mikið til þegar það verður bannað að reykja á skemmtistöðum. Hafið þið einhvern tíman farið á svoleiðis stað? Ja, ég hef gert það! Og að vakna daginn eftir með vott að þynnku og geta farið í sömu fötin (ég gerði það nú ekki að mig minnir, en að hafa möguleikann á því), það er málið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli