Morgunverkin
Þegar ég vaknaði þá gekk ég fram í baðherbergi, setti sturtuna í gang og tannburstaði mig. Ég notaði Colgate - whitening sensation, fór svo með tannþráð á þá staði sem ég er með bólgur. Ég fór síðan í sturtuna og fann að hún var mátuleg. Ég bleytti allan líkaman og þvoði hann með húðmjólk blandaða í ólívuolíu sem var extra rakagefandi. Sápan var síðan skoluð af og þá bar ég Safe formula sjampó, sem er framleidd hér á landi án þess að notaðar séu dýrarannsóknir, í hárið, sjampóið var með vanillu og sólblómavökva og ætlað fyrir fínt og/eða þunnt hár. Eftir að hafa skolað sjampóið úr þá setti ég samsvarandi hárnæringu í hárið og lét það standa þar í svona um það bil 2 mínútur.
Ég hætti að láta renna og steig úr sturtunni. Mældi 10 ml af Corsodyl, sem er bakteríueyðandi munnskol, og lét það renna um munninn á meðan ég þurrkaði mér. Ég bar á mig síðan L´oréal - anti-irritation skin caring shaving foam, fyrir viðkvæma húð, og rakaði mig með Mach 3+, með aloa vera geli, rakvélinni minni. Ég bar á líkamann Hydrofíl - rakakremi frá gamla apótekinu, lyktarlaust rakakrem sem skilur ekki eftir sig einhverja fitutilfinningu, og L´oréal Hydra Energetic anti stress Moisturising Lotin, með c-vítamíni, í andlitið. Ég setti síðan BIO+ active care hárnæringu í hárið, flösueyðandi hárnæring sem ég er að fara hvíla mig á. Í hárið fór svo L´oréal - Tec devitation Paste, og mótaði hárið síðan eftir vild. Að endanum sprautaði ég síðan Van Gils - Basic Instinct, rakspíra, yfir andlitið á mér.
Og þá var ég tilbúinn fyrir daginn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli