Brúðkaup
Netið er yndislegt. Um helgina þá fór ég í brúðkaup hjá Olgu og Alejandro. Hún er íslensk og hann er frá Argentínu. Kynntust í gegnum netið, myspace heyrðist mér, fyrir 8 mánuðum síðan. Ákváðu að gifta sig og gerðu það með stuttum fyrirvara. Héldu fallegt, lítið brúðkaup að Búðum í Snæfellsnesi.
Tók nokkrar myndir við tækifærið. Besta myndin var nú af Norðurljósunum sem voru einstaklega falleg.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli