Í fréttum er þetta helst...
Í Skagafirði er verið að spá að virkja tvær ár.. tveir virkjanakostir verða settir á aðalskipulag og síðan verður athugað hvort að einhver vill fá þessa orku. Það á að nota hana til að byggja upp atvinnu í héraðinu segir meirihluti Skagafjarðar.
Í Norðurhluta landsins vilja menn henda upp 150 þúsund tonna álveri í Helguvík.. fyrir 2010.
Ríkisendurskoðun gagnrýndi stjórnvöld og stjórnsýslu alvarlega um daginn fyrir að eyða um efni fram. Benti sérstaklega á utanríkisráðuneytið. Sagði að aðhaldið ætti að vera meira.
Í yfirlýsingu sem Árni M. Mathiasen kom fram þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið þá sagði hann að aðhald í ríkisfjármálum hefði verið nokkuð gott og nú mætti fara draga úr því.
Fyrir nokkrum mánuðum síðan þá lýsti ríkisstjórnin yfir því að það ætti að draga úr framkvæmdum á vegum ríkisins til þess að draga úr þenslu. Fyrir stuttu þá sagði forsætisráðherra að merki væri á lofti að dregið hefði úr þenslu og það mætti fara og setja þessar framkvæmdir í gang aftur. Stýrivextir hækkuðu um 1,5% á meðan. Það kom yfirlýsing um að draga úr framkvæmdum frá einni sveitarstjórn, Reykjanesbæ. Á meðan fóru Reykjavík að brjóta niður faxaskála.
Varnarsamningur var gerður við Bandaríkjamenn. Einu aðilarnir sem fá að vita um innihald samningsins eru 2 ráðherrar, þeir hafi lýst því yfir að um mikilvægt trúnaðarmál væru um að ræða. Bandaríkjamenn drógu her sinn í burtu vegna þess að það var engin þörf á honum. Engar hættur stöfuðu að Íslandi. Á meðan hættur stöfuðu á Íslandi vegna kalda stríðsins, þá vissu allir innihald varnarsamningsins.
Undirritaður fór í óvissuferð með vinnu sinni og drakk helling af bjór, hans hópur rústaði "hópeflisleikjunum", fór í klettasig og hellaskoðun. Líkami hans er ekki góðu ástandi sem stendur vegna aumra vöðva í öxlum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli