17 október, 2006

Morgunverkin - frh

Morgunverkin - frh.

Já þetta var nokkuð skemmtileg viðbrögð sem ég fékk við pistlinum mínum, talað um kremsull, að það væri svolítið spes að leggja á minnið öll þessi nöfn, metrósexúal o.s.frv.

En það tók bara einn eftir því að þetta var tilvitnun í American psycho. Og það var eftir að ég var búin að minnast á þetta.

Annars ef við sleppum nöfnum þá nota ég sápu, sjampó og hárnæringu í sturtu (hver gerir það ekki?), nota raksápu við rakstur, rakakrem á líkaman, það ódýrara fer á líkaman og það dýrara í andlitið og rakspíra.

Nota einhverja hárnæringu sem á að fjarlægja flösu, tjörulyktandi vibbi sem ég má bara nota 3 vikur í senn. og síðan er ég með bakteríueyðandi munnskol sem er að vinna á tannholds bólgum (er að vonast eftir því að þetta hverfi og ég muni ekki þurfa að fara til tannlæknis).

Ég er nefnilega að gera tilraun með að setja rakakrem á líkaman, nú nota mjög margar stelpur það og það segir mér engin að húð kynjanna sé ótrúlega ólík. Síðan var einn vinur minn að hann notaði rakakrem. Þannig að ég ætlaði að gera test, prófa hvort að ég fyndi fyrir einhverjum mun.

Og já.. ég finn fyrir mun, sérstaklega í andliti. Auðveldara að raka sig og húðin er mýkri. Hvort að ég mun nenna þessu til langtíma er auðvitað allt annar handleggur, ekki alinn upp við það eins og stelpur!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli