An Zhaning
Mitt kínverska nafn. Samkvæmt þessu
Ég var að velta því fyrir mér í gær hvort ég hafði eitthvað breyst í gegnum tíðina, hvort að það væru einhverjar grundvallarbreytingar á minni persónu síðan ég var lítill. Er ég bara ekki sami horaði bókaormurinn sem ég var þá. Þessi þrjóski, sem hafði ekki fyrir neinu í skólanum, sem oftast gat leikið sér einn og dúllaði sér í sínum eigin heimi?
Hefur það eitthvað breyst? Við þróumst aðeins, eldumst en persónuleikinn breytist ekkert. Við erum enn sömu einstaklingarnir sem við erum þegar við fæðumst. Þannig að það sem þú sérð í börnum munt þú mjög líklega sjá þegar þessir sömu einstaklingar eru orðnir stærri.
Eða er það rangt hjá mér? Er Tabula Rasa hugmyndin til staðar. Getum við breytt okkur, breytt grunninum okkar?
Síðan er ég komin með 6737 orð í söguna sem ég er að skrifa.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli