Ljósmyndirnar sem við tökum í dag eru horfnar á morgun
Þetta hef ég heyrt nokkrum sinnum og í dag þá uppgötvaði ég að það er rétt. Ég skrapp nefnilega til Brussel nóvember 2003 og tók helling af myndum á myndavél URKÍ-R og þar á meðal nokkrar hreyfimyndi (video mynd) af göngu minni í gegnum borgina og síðan þegar ég flaug yfir London um kvöld og það var heiðskýrt.
Ég á enn myndirnar sem voru teknar en hreyfimyndirnar eru farnar. Fóru þegar harði diskurinn fór 2005. Finnst hálf ferlegt að muna eftir einhverju sem er síðan ekki til. Nú er ég duglegri við að taka back up heldur en ég var þá. En þar sem ég á ekki neinn almennilegan framtíðar samastað þá er mjög líklegt að þeir diskar fari á eitthvað flakk og týnist.
Ég er líka í vandræðum með íslensku stafina í Haloscan komment kerfinu. Hann gúdderar ekki ð þó að hann sé með ISO 8859-1 sem á að duga íslenska stafi. Er afar óssáttur við þetta annars ágæta kerfi, sem hefur virkað óaðfinnanlega þangað til í dag.
Ég var að setja inn nýtt myndaalbúm. Kallað það vini og fjölskylda. Þarna hafa verið settar tækifærismyndir af vinum og fjölskyldu, sem hafa verið teknar í gegnum tíðina af því góða fólki. Ef einhver er ósáttur við myndirnar af sjálfum sér þá skal hin sami senda mér línu á simplyjens at gmail punktur com og ég mun taka við þeirri ábendingu til íhugunar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli