31 október, 2006

Skap

Lundin

Ótrúlegt hvað skap getur sveiflast. Hvað maður getur verið í hæstu hæðum, finnst manni geta gert allt, framtíðin lýsir björt framundan, verkefnin eru að klárast fyrir framan mann, maður er sjálfur fallegur, myndarlegur, yndislegur og gáfaður.

En síðan daginn eftir þá finnst manni allt vera í rúst, verkefnin ganga ekki upp, maður finnur fyrir öllum göllum líkamans, finnst manni vera úrhrak, skíthæll, engum til gagns, að maður er lifandi einhverju lífi sem maður á ekkert skilið.

(nei ég fer ekki að hugsa um sjálfsvíg eða eitthvað álíka! Bara til að undirstrika það, það er alltaf sagt í fræðunum að ef maður heldur að einhver sé að hugsa um að taka sitt eigið líf þá eigi maður að spyrja beint, nú er ég að svara þeirri spurningu).

Ég er að gera mig meðvitaðri um að hvernig skapsveiflurnar mínar eru. Maður þarf einhvern vegin að átta sig á því hvenær maður er í góðu skapi og nýta sér það og síðan þegar maður er í vondu þá að ganga með skilti um sig sem á stendur "er í vondu skapi" eða "er rosa þunglyndir.. nenni ekki að tala við fólk".

Engin ummæli:

Skrifa ummæli