02 nóvember, 2006

Geggjun?

Í gær þá vaknaði ég klukkan 05:45, réttara væri sagt að ég stillti klukkuna mína þá og dröslaðistá fætur 20 mín seinna)

Ástæðan fyrir þessu var þetta rölt sem ég tók. Ég tók 25 mínútna rölt heiman frá mér til Egilshallar. Leiðin sem ég fór sést á meðfylgjandi korti.

Þar hófst nefnilega svokölluð herþjálfun klukkan 07:00. Ég persónulega myndi ekki kalla þetta herþjálfun, minnti mig frekar á gömlu góðu stöðvarþjálfunina sem maður stundaði í gamla daga í íþróttatímum.

En ég mætti á réttum tíma og tók þátt í þessari þjálfun, skemmti mér ágætlega og svitnaði talsvert.

Seinna um daginn fann ég fyrir mikill þreytu í líkamanum og síðan var farið í sund og hamast með 2 skemmtilegum krökkum, fann að ég var byrjaður að stirðna upp talsvart eftir þá skemmtun.

Þegar ég vaknaði í morgun þá leið mér ekkert sérstaklega vel og var nokkuð stirður. Sjit.. hvað ég er með miklar harðsperrur.

Á morgun ætla ég að endurtaka leikinn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli