28 nóvember, 2006

Jarðafarir og brúðkaup

Jarðafarir og brúðkaup

2 brúðkaup og 2 jarðafarir á þessu ár. Ætli það sé ekki jafnt skipt.. hamingjudagur og síðan verði að kveðja einstakling.

Það hugsa ég, maður spyr sig samt stundum. Ég var ekki nátengdur neinum í brúðkaupunum.. þ.e.a.s þeim sem var að giftast.. en gróf afa minn en það var komin tími á hann. Í jarðaförinni sem ég fór í gær hugsa ég að flestir hafi hugsað að það væri ekki komin tími á þann einstakling sem fór snögglega.

Maður horfir svolítið bjargarlaus á nákomna ættingja og veit eiginlega hvort og þá hvað maður getur sagt. Var lítið sem ég get gert, nema bara vera.. og kannski er það nóg.. æji ég veit það ekki..

ég veit ekki einu sinni hvað ég er að segja hérna..

En ég er allavega búin að ákveða að breyta jarðarfaratilhögunni minni. Búin að segja kærustunni frá því.. svo ef ég dey í dag eða á morgun án þess að breyta því þá getið þið spurt hana.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli