29 nóvember, 2006

Gissur

Gissur

Þessi ágæti vinur minn gerði mér stóran bjarnagreiða á sunnudaginn. Hann lánaði mér bók. Bókin heitir Pandora´s Star og er eftir Peter F. Hamilton.

Alveg frábær bók, ein af þeim betri vísindaskáldsögum sem ég hef lesið. Með fjöldann allan af persónum sem eru verða einhvern vegin raunverulegir og lifandi í meðförum höfundsins. Hann býr til heim sem virkar og söguþráð sem heldur manni í heljargreipum.

Ég kláraði bókina í gær. Byrjaði að lesa hana á mánudaginn. Sem er svo sem normal fyrir mér en þessi bók hafði þann ókost að vera eitt þúsund blaðsíður. Og það má ekki gleyma því að þetta er fyrri parturinn í tveggja bókaflokki og endar í algerlega í lausu lofti.

Þannig að ég las að meðaltali um 330 blaðsíður á dag. Þannig að ég gerði mest lítið annað en að lesa (samt tókst mér að klára að skrifa upp síðasta viðtalið og vinna tvær vaktir).

Gissur.. ég ætla ekki að fá lánaðar bækur frá þér í um það bil mánuð!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli