07 desember, 2006

Jón H. B. Snorrason

Ábyrgðarleysi

Það kom frétt í gær á Rúv þar sem talað var við Jón H. B Snorrason, yfirmann efnahagsbrotadeildar.

En í fréttinni var sagt

Jafnframt segir Jón það vera á ábyrgð fjölmiðlamanna hvernig þeir fjalli um tiltekin mál.

Síðan var viðtal við Jón H. B. Snorrason þar sem hann segir Þar af leiðandi er það ekki á ábyrgð þess sem að þeir tala við hvernig blaðamaðurinn kýs að, að fjalla um, um, um umræðuefnið og blaðamaðurinn stjórnar því líka með hvaða hætti hann setur það sem hann hefur eftir mönnum í sambandi við umfjöllunarefni sitt.

Blaðamenn og fréttamenn berir því einir ábyrgð á framsetningunni.

Þannig að ef það er tekið viðtal við mig þar sem ég úthúða einhverjum einstaklingi og segi hann skítaplebba að það er bara á ábyrgð blaðamannsins að birta það. Ég er algjörlega stikkfrí.

Eða ætli það hafi verið aftur að taka orð hans Jóns úr samhengi?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli