08 desember, 2006

Jólagjafir

Jólagjafir

Jæja þá byrjar þetta árlega. Jólagjafirnar. Maður þarf að finna jólagjafir handa helstu ættingjum og maður þarf að svara því hvað maður vill fá í jólagjöf.

Fyrir mér er þetta að verða meiri pína á hverju ári. Er búin að átta mig á því að ég er mun hrifnari af afmælum vegna þess að maður getur einbeitt sér að einni gjöf í stað þess að fara hugsa um einhvern fjölda.

Ég þarf að gefa eftirfarandi aðilum jólagjöf
Pabbi, mamma, systir, brói, Hafdís, Hafþór, Elísa, Kærustunni
Ég vil gefa líka tvær aðrar gjafir í viðbót og það er til barna kærustunnar. Síðan væri gaman að gefa mávinu eitthvað.

Er búin að kaupa 4 jólagjafir og er búin að velja eina gjöf til viðbótar sem þarf bara að versla. Það þýðir að það eru að minnst 3 gjafir í viðbótar og jafnvel sex gjafir eftir. Þannig að ef ykkur langar í eitthvað og ég þarf að gefa ykkur gjafir.. látið mig vita.

Og hvað langar mig í?

Mig langar í U2 videos (dvd diskur með öllum myndböndum U2 frá upphafi).
Mig langar í bækur en satt að segja ætla ég að frábiðja mig allar bækur sem eru gefnar út á þessu ári. Ég býst við að foreldrar mínir fái Konungsbók frá Össa frænda og ég get bara lesið hana eftir þeim. Og satt að segja þá er rótleysið mitt svo mikið að ég vil ekki fá bækur sem myndu bara safna ryki og taka pláss frá herberginu mínu.

Ég verð eiginlega hálf sorgmæddur þegar ég hugsa um allar bækurnar mínar sem eru staddar í búslóðageymslu og gera ekkert annað nema safna ryki og hugsa til hryllings til til bókastaflans sem er undir rúminu mínu þessa dagana.

Þannig að engar bækur! Eða bækur sem eru kiljur sem voru gefnar út í fyrra.

Gjafabréf, peningur, út að borða, bíó, leikhúsmiða.. það eru gjafir sem mig langar í þessa dagana.

Milli jól og nýárs ætla ég að klára ritgerðina mína og ef það gefst tími þá mun ég spila leikin Guild 2 sem hann Óli keypti fyrir mig í USA og lesa bókina Judas Unleashed, hvort sem ég fæ hana lánaða hjá Gissur, bókasafninu eða kaupi hana í næstu bókabúð.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli