19 desember, 2006

Veikindi

Ég er ekki með gott ónæmiskerfi. Verð oft slappur og veikur, þeir sem hafa unnið með mér og hafa þekkt mig lengi hafa eflaust tekið eftir því. En Það hefur samt verið þetta árið að ég hef verið mjög lítið veikur. Veiktist í mars og ástæðan fyrir því var bara svefnleysi, svaf ekki í sólarhringa og þá hrundi allt kerfið.

Og núna er ég veikur. Hef ekkert verið veikur, ekki einu sinni bara smá á þessu ári. Þegar ég er að tala um veikindi þá er ég meina svo litla hálsbólgu og kannski gott hor í nös.

Ég hugsa stundum um að ég ætti kannski að fara í hálskirtlatöku. Finnst eins og þessir hálskirtlar gera ekkert gagn nema bólgna. En ég nenni því ekki sem stendur.

Ástæðan fyrir því að ég hef ekkert veikst tel ég vera sú að ég tek mjög reglulega inn töflu af sólhatti og c-vítamíni og lýsi. Held að það hafi hjálpað mér í gegnum þetta ár og mun halda áfram að nýta mér þessi hjálpartæki (jú jú, gæti verið placebo.. en þar sem Placebo virkar þá er ég bara sáttur).

En ástæðan fyrir því að ég veikist er sú að ég fór eitthvað að hanga niðrí bæ á föstudaginn með Halli og Kristbirni, flakka á milli djammstaða o.s.frv. Og held að kuldin hafi sett strik í reikningin.

en er að jafna mig núna eða réttara sagt að ég nenni ekki lengur að vera veikur og hef tekið ákvörðun um að hangsa ekki meira.. hef líka ekkert efni á því.

En það var eitt gott sem kom út úr þessum veikindum. Children of men, horfði á hana og hef tekið ákvörðun um að skella mér á hana í bíó og mun draga með mér kærustuna mína. Tek hana með mér í taumi ef þess þarf. Hádramatísk framtíðarmynd, með raunverulegustu byssubardagaatriðum sem ég hef séð og það féll meira að segja eitt tár af vanga mínum eftir myndina.

Mikil fegurð.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli