27 desember, 2006

Jólahátíðir

Á morgun mun dagur renna sem ég hef hálf beðið eftir síðan á Þorláksmessu. Á morgun klukkan 12:15 mun ég fara til tannlæknis og hann mun vinsamlega rífa burt endajaxl.

Já endajaxl. Það er einn búin að vera bólgin alla jólahátíðina, byrjaði að bólgna á Þorláks en ég var harður, þoli þetta, er bara með sýklaeyðandi munnskol og er karlmaður og karlmenn væla ekki.

En þetta fór versnandi og núna er ég vælandi kelling sem bryð íbúfen og paratabs í stað konfekts. Svefninn er ekki góður hjá mér og lít líka þannig út, og þegar áhrif verkjalyfja fer þá verkjar mig í allan vinstri hluta andlitsins.

Eins og gefur að skilja þá vorkenni ég mér líka alveg gríðarlega og óska þess að þið gerið það líka.

En annars voru jólin fín, fínt loot (gjafahrúgan) þótt allir hafi virt óskir mínar að vettugi (nema Eva Systir) en gjafirnar voru góðar þrátt fyrir það.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli