22 desember, 2006

Stress?

Þessi veikindi settu allt á annan enda hjá mér. Vann ekki neina aukavinnu eins og ég ætlaði mér, sólarhringurinn varð öfugur og ég vann ekki í ritgerðinni í 2 sólarhringa. Sem er ekki nógu gott.

Er ennþá með bullandi kvef sem hefur farið upp í vinstra augað og ég er með þungan haus, örugglega vegna þess að ennisholur mínar eru uppfullar af hori. En nezeril hefur reddað mér aðeins.

En ég er búin að skrifa upp öll viðtölin og búin að greina þau, það eru gleðifréttir. Nú þarf ég bara að skrifa andskotans ritgerðina sjálfa. Er búin með nokkra kafla en þarf að láta frú kennara lesa yfir þá.

En í dag þá ætla ég að reyna versla afganginn af jólagjöfunum, nenni nú eiginlega ekki að klára jólagjafainnkaupin á Þorláksmessu eða aðfangadag. Það væri nokkuð fúlt. Annars er ég að vinna á aðfangadag og annan í jólum. Rosa gaman en í staðin þá slepp ég við gamlársdag, sem er bara nokkuð fínt.

En fréttirnar síðustu daga hafa verið leiðinlegar, beinar útsendingar frá veðurofsanum. Ég er að segja ykkur að það eru verstu fréttir til að vinna með. Ótrúlegt hvað sumir fréttamenn tafsa mikið í svoleiðis aðstæðum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli