15 desember, 2006

Föt og gjafir

Það eina sem mig vatnar eru sokkar.... jú.. og kannski önnur jakkaföt.. og kannski eitt stykki dökkt -litríkt bindi og hvíta skyrtu.

Annar er fataskápurinn minn fullur og fjölbreyttur. Ég fékk gefins 3 normal gallabuxur og þá vanhagar mig ekki um neitt. Á nóg af skyrtum (kemur á óvart), buxum, bolum, nærbuxum, skóm og jökkum.

Merkilegt ekki satt?

Annars er ég í stökustu vandræðum, hvað á maður að gefa börnum kærustu? Sko maður getur ekki gefið dýrari gjöf en kærastan gefur og það væri alveg hræðilegt ef ég myndi gefa dýrari og/eða flottari gjöf heldur en faðir þeirra en maður vill samt gefa gjöf sem er eitthvað spes.. svona áður en ég fer bara að gefa þeim kvittanir fyrir innlögnum á framtíðarreikning. Vill auðvitað gefa þeim eitthvað sérstakt..

og varla kemst ég upp með það að gefa þeim ekki neitt þar sem þau búast við gjöf frá mér. Þetta er flókið kerfi.. það get ég sagt ykkur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli