04 nóvember, 2006

Breytingar

Breytingar að vænta

Ég hef stundum minnst á það að mig langar að breyta síðunni minni. Og nú er svo komið að google keypti bloggerinn og er komin með nýjan blogg editor. Sumir eru svo heppnir að geta bara fært gamla bloggið yfir í nýja en sumir eru ekki eins heppnir. Svo ég bjó til nýja vefsíðu til þess ða geta fiktað í þessu nýja dóti. Ég hef verið mjög hrifn af því hvað google er að gera, og sú hrifnig jókst þegar ég fór að fikta í þessu.

ég er samt ekki sáttur við nýja lookið. Ég vil hafa linka báðum megin eins og ég e rmeð hérna. En mig langar rosalega í archive dótið þeirra og þeir eru með label setting sem ég mun hiklaust nýta mér.

Það sem mig langar að setja á síðuna mína eru linkar yfir á vini - fjölskyldur - myndasíðan þarf að hafa góðan sess, síðan er ég að spá hvort að ég eigi að hafa svona "er að hlusta" og "er að lesa" Prófíllinn þarf að koma sterkariinn og ég er að spá að hafa head bannerinnn með myndum... mig langar jafnvel að hafa mynd af mér sem breytis þegar maður refreshar.... en það gæti verið of mikið ego.. ég veit ekki...

en allavega þá er einhverra breytinga að vænta á næstunni. Á eftir að íhuga hve róttækar þær eiga að vera. Er meira segja að spá að rifja upp dreamweaverinn og sjá hvort að ég geti bara ekki hannað mitt eigi template.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli