18 nóvember, 2006

Nefhár

Nefhár

Ég er með eitt pirrandi nefhár í vinstri nös. Það vex út. Á nokkurra mánaða fresti finn ég fyrir litlum pirringi í vinstri nös og eftir smá könnun finn ég að hárið illræmda er komið. Ég veit ekki hvað er við þetta eina hár en það fer alveg ótrúlega í mínar fínustu taugar. Ég gríp um það langar rosalega til að kippa en þegar það er komin smá þrýstingur á það þá er ég byrjaður að finna til mikils sársauka og finn að þetta myndi verða gríðarlega vont. Þá hefst leit að skærum til að klippa þetta. Auðvitað segir maður ekki, ef maður er í heimsókn og fattar að hárið er að pirra mann, "má ég fá lítil nett skæri til að klippa pirrandi nefhárið í burtu."

það var akkúrat svoleiðis í morgun. Hárið var búið að pirra mig gríðarlega allan morguninn og í gærkvöld. Þá lítur dóttir kærustunnar á mig og segir "Þú ert með hár í nefinu" segir þetta auðvitað gríðarlega hátt og snjallt þannig að það glymur í öllu húsinu. Ekki bætti það sálarástandið á mér.

Það var líka eitt af fyrstu verkefnum dagsins þegar ég kom í vinnuna að finna mér skæri og klippa þetta hár í burtu. Spurning um að taka vax-meðferðina á þetta?

Það er víst ekki sniðugt þar sem hárið í nösunum er nauðsynlegt samkvæmt Wikipedia.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli