09 nóvember, 2006

Ritgerð

Status á Ritgerð

50 heimildir hafa verið skoðaðar, flokkaðar og gerðar úrdrátt úr í exel skjali. Um 30 eru nothæfar. 3 mjög mikilvægar heimildir verða notaðar mikið í ritgerðinni.

3 viðtöl eru búin. Búin að skrifa upp tvö þeirra. Mun taka vonandi eitt viðtal á morgun, kannski tvö. Á eftir að taka svona 4-8 viðtöl í viðbót, mun gera þau eftir þörfum.

Er búin að skrifa tvö kafla "árangur kynfræðslu" og "ástand kynfræðslu í íslenskum skólum", á auðvitað eftir að betrumbæta þá tvo verulega. En þeir eru komnir.

Er búin að rita upp drög að inngangi og búin að setja upp efnisyfirlit.

Ég lærði það í sumar í Þjóðarbókhlöðunni að góð verkfæri geta aðstoða mann með verkefnin gríðarlega. Þess vegna hrósa ég þessum MP4 spilara sem ég keypti fyrir lítið fé og hélt að væri algjört dót, en hefur gagnast mér rosalega vel. Diktafóninn í honum er mun betri en ég bjóst við... mun betri... gæti eiginlega ekki verið betri.

Leiðbeinandi minn er Guðný Guðbjörnsdóttir og síðan hef ég fengið ómetanlega aðstoð hjá Sóley S. Bender. Þeir sem þekkja vel feril minn í Háskólanum ættu að vera mjög undrandi yfir þessum nöfnum þar sem ég hafði fyrir ritgerðarsmíðina ekki góða reynslu af þessum kvenmönnum.

En eins og staðan er í dag þá lítur þetta mjög vel út.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli