13 nóvember, 2006

Kærastan

ViðÞessi mynd var tekin við gott tækifæri, ein af þeim betri myndum sem ég á af okkur saman. Ég tók þessa mynd með því að halda myndavélinni frá mér. Þegar ég var að fara yfir þessar myndir fyrst með henni og þá var þessi mynd meðal mynda þá sagði hún ekkert við henni og ég varð svolítið skúffaður vegna þess að mér fannst hún frábær, jú ég var frekar líkur bróður mínum þarna en mér fannst hún ekki of ýkt og brosið sem hún sýnir er eðlilegt (hnuss.. verð að finna betra orð.. genuine). En síðan liðu nokkrir mánuðir og þá sá hún þessa mynd aftur og svór að hún hafði aldrei séð hana áður. Ég lét auðvitað hana fá eintak (frekar auðvelt í gegnum tölvuna líka). En þá mætti hún með hana á síðasta fimmtudag til mín svarthvíta og innrammaða. Nú er hún hliðiná rúminu mínu.

Ég hef ekki oft skrifað í gegnum tíðina um mín ástarsambönd. Fannst það einhvern vegin óviðeigandi og kjánalegt. Svona kjánahrollslegt... til hvers að láta fólk vita að maður er hrifin af einhverjum? Finnst það eiginlega miður að þrátt fyrir öll mín stóru orð og fyrirætlanir þá á ég erfitt með að hafa þetta opinbert.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli