06 október, 2006

breytingar

Breytingar

Fyrir 3 dögum síðan þá breytist líf mitt talsvert. Margir myndu segja að lífið hafi ekkert breyst eða að breytingin sé ekkert merkilegt. En ég er þessu algerlega ósammála. Að mínu áliti þá er þetta grundvallarbreyting og eiginlega það merkilegt að ég get ekki staðist það að rita um hana smá pistil.

Þetta er lítil breyting en mun vafalaust hafa mikil áhrif. Kærastan á 2 börn og þó að ég hafi hitt þau nokkrum sinnum þá hef ég alltaf verið kynntur sem vinur aldrei sem kærasti eða neitt þannig. þangað til fyrir 3 dögum, þá sagði móður þeirra frá þessum ráðahag.

Þetta er auðvitað stórmerkilegt. Allt í einu eru 2 krakkar komnir inní mitt líf. Þeir voru auðvitað komnir inní það fyrir löngu en allt í einu er ég komin inní þeirra, með allt öðrum formerkjum. Börn kærustunnar fóru að hella yfir hana spurningar eins og hvenær ég myndi flytja inn eða hvort þau mundu nú flytja inn til mín, hvenær við mundum kyssast o.fl.

Ég efast um að ég fái sömu spurningar.. hugsa að ég fái frekar frekar fliss og hlátur svona í fyrstu og síðan fer nýjabrumið af mér og þá sjáum við hvort ég sé nógu góð fyrir þau.

En það gerist eins og allt annað.. hægt og rólega..

Engin ummæli:

Skrifa ummæli