Misskilningur
Fyrir nokkru þá minntist ég á Helguvík og sagði að það væri á Norðausturlandi. Ég er búin að komast að það er alvarlegur misskilningur hjá mér. Helguvík er á suðvesturhorninu nánar tiltekið í Reykjanesbæ.
Ég hélt að þetta álver hlyti að vera álverið sem er verið að tala um í sambandi við Húsavík. En svo er ekki.
Þetta álver í Helguvík á að vera 250 þúsund tonn (straumsvík er í dag 180 þúsund tonn).
Auðvitað er ég ótrúlegt fífl að hafa ekki gert mér grein fyrir þessu strax en það var nú engin hér að benda mér almennilega á þennan misskilning minn og hvað þá að leiðrétta það.
En við erum þá að tala um að það á stefna á það að stækka straumsvík og Grundartanga, gangsetja álverið á Reyðar firði og byggja 2 ný álver....
Er einhver allsherjar truflun í gangi? Er einhver búin að missa vitið gjörsamlega? Hvað er í gangi?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli