27 október, 2006

úrdrátt úr fréttum

Fréttir

Í gær þá skrifaði ég upp 30 fréttir og gerði úrdrátt úr upp úr 4 fréttum. Gerði líka lítinn úrdrátt úr Kastljósi þar sem var talað við fyrrverandi fréttamann Rúv um ummæli forseta Íslands.

3 fréttir um kynferðisafbrot og nauðgarnir, 5 fréttir um hvalveiðar, 3 fréttir um banaslys í umferðinni, frétt um hundaþjóf, frétt um að FL group styrki BUGL o.fl.

Vitið þið hvað er að fréttum? Það stundum ekki fjallað um staðreyndir, bara teknir einhver álit karla og fjalla um það.

En síðasta fréttin sem ég skrifaði upp var um nýju reglurnar um handfarangur í flugvélar. Djöfull var ég pirraður. Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað sést í röntgen vélum í vökvum? Hvort að nytroglyserín sést í röntgen vélum? Af hverju þurfa vökvarnir að vera í plastpokum? Af nhverju má ekki vera með stærri ílát en 100 ml?

Síðan hvalveiðar. Norðmenn eru eina landið sem veiðir hval í atvinnuskyni. Þeir gátu ekki selt hvalin til Japans en Íslendingar ætla að gera það. Hvers vegna getum við gert það en ekki þeir? Langreyður er í útrýmingarhættu. Jú nóg af honum í kringum Ísland segja vísindamenn, já það er örugglega nóg af fílum í kringum eitt þorp á Indlandi en þar með er ekki sagt að þeir þorpsbúar geti veitt fíl. Nóg er af hval, er það ófrávíkjandi staðreynd að þeir eru að höggva skarð í fiskinn í kringum landið? Er Ísland að græða á þessum hvalveiðum? Nú hefur sjávarútvegsráðherra sagt að allir sem hafi leyfi til að veiða hval geti veitt hann, en af hverju var það ekki tilkynnt með góðum fyrirvara og undirbúið vel svo fyrirtæki gæti lagt í þá fjárfestingu að veiða þennan andskotans hval? Hvers vegna fékk Kristján Loftsson símhringingu á undan öllum?

Símhleranir.. sjit.. ætla ekki að hætta mér í þann forapytt bullsins og ruglsins. Engin veit sannleikann, engin veit hvað er satt og rétt.

Nauðganir og kynferðisafbrot.. dómar þyngjast, umræða hefur breyst, maður hefur á tilfinningu að það er hlustað meira á vitnisburð núna en áður. Sem er flott! Eftir svona 20 ár þá ætti þetta að vera komið á þann stall sem ég get sætt mig við.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli