06 september, 2006

S24

Ég ákvað fyrir nokkru að fá mér nýtt debetkort hjá S24 þar sem þeir eru með lægstu vextina á yfirdrætti, þar sem skattstofan tókst að týna skattaskýrslunni minni þá þarf ég að vera með yfirdráttin aðeins lengur.

Ekkert mál. Fylli út eyðiblöð á netinu og volla! Fæ svar tveimur dögum seinna um að nýtt og fallegt debetkort bíði eftir mér hjá aðalstöðvum þeirra. Ég hef ekki tíma til að sækja það strax svo það bíður þar í 2 vikur. Ég mæti svo í morgun til að þess að sækja það.

Debetkortið er þar tilbúið en... ég fæ það ekki afhent fyrr en ég sýni persónuskilríki sem gefið er út af opinberum aðila. Þ.e.a.s vegabréf, ökuskirteini eða nafnskirteini. Þar sem ég geng ekki með vegabréfið á mér og ökuskirteinið er í hinu kortaveskinu (og það er í bílnum hans Haralds Leifsföður) þá var ekki hægt að afhenta mér debetkort sem gefið var út handa mér, með mynd af mér, með mína undirskrift og minni kennitölu.. þrátt fyrir að ég hafði í höndunum alveg eins skirteini með sömu mynd og undirskrift.

"það eru nýjar reglur, sjá sbv.is"

Ekki tel ég mig vera lögfróðan mann, en hvernig í andskotanum mun það stoppa fjármögnun hryðjuverka og peningaþvott ef það er að spyrja mig um persónuskilríki sem gefin er út af opinberum aðila?

"Þetta er gert vegna öryggis þíns"

Arrrghh.. var orðin pirraður þegar litla, unga, sæta, saklausa afgreiðsludaman stamaði þetta út úr sér.. bað ég um það að það væri gert meira til öryggis.. sérstaklega bað ég ekki um að meiri óþægindi yrðu sköpuð handa mér. Hverju breytir það að ég haldi á debetkorti frá Íslandsbanka eða ökuskirteini? Hver er grundvallarmunur á milli þessara tveggja skirteina?

Ég varð djöfulli pirraður vegna þessa en ákvað að urra ekki á stelpuna þar sem hún var bara að fylgja reglum sem hún hafði engan skilning á og bað um að þeir myndu senda mér þetta í ábyrgðarpósti. Vegabréfið mitt er heima hjá mér.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli