Að læra
Ég stillti klukkuna á níu í morgun. Hún hringdi og ég ýtti ekki á snooze heldur slökkti á henni og lá og hugsaði. Hafði dreymt eitthvað bull og var eitthvað down. ég ákvað að vera heima og lesa greinar sem ég hafði verið að sanka að mér um kynfræðslu. Ég las blogg, reyndi að skrifa eitt stykki rafraus en tókst illa, kláraði punisher bókina sem ég hafði verið að lesa í gær og lá lengi upp í rúmi.
Ákvað síðan að fara í sturtu og þá hringdi kærastan. Hitti hana í hádegismat og skrapp síðan niður í kringlu til að versla. Keypti einhverja hluti og fór síðan heim. Er núna búin að vera lesa greinar um kynfræðslu í einn og hálfan tíma.
Ég er með feitt samviskubit. Finnst ferlegt að ég sé búin að eyða deginum í það að hanga í stað þess að læra. En ég hef einhvern vegin ekki löngun til þess að gera það núna. Er að spá í það að hætta að þykjast og fara að lesa bókina sem ég fékk lánaða í gær frá Rósu, kærustu Gissurs.
Veit að þetta gengur ekki. Hef ákveðið að vakna fyrr á morgun og vera komin upp á þjóðarbókhlöðu eins snemma og ég treysti mér til (ætlaði að segja klukkan átta, en maður a ekki aðlofa einhverju sem er mjög ólíklegt að maður standi við). Get alveg sofið bara í hlöðunni ef ég verð eitthvað þreyttur.
Annars tókst mér að ná yfir 30 heimildum í gær og er búin að lesa 5 greinar og í gegnum þær þá hefur mér tekist að fá vísbendingar í góðar greinar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli