12 september, 2006

Sjálfsálit

Sjálfsálitið er gott

Mér líður yndislega þessa dagana. Mér finnst ég vera sterkur og snöggur, limafagur og fríður. Með mjúka og fallega húð, vel greitt og yndisfrítt hár. Vel klæddur og smekklegur.

Ég hef brennandi áhuga á því sem ég er að gera. Hef mikla orku sem hefur nýst í það að skrifa grein um Kárahnjúka (sem birtist í stúdentablaðinu), lesið 40 vísindagreinar um kynfræðslu og hef áhuga á því að sökkva mér enn meira í þau fræði.

Hvað hefur breyst? Jú ég er komin með kærustu, kvíðin er horfin, ég hef misst nokkur kíló og hef hreyft mig talsvert í sumar.

Kærastan er auðvitað stór hluti af þessari sterku og stóru sjálfsáliti, það er engin spurning og ég vona bara að ég geti borgað það til baka á einhvern hátt.

En það er meira. Maður á ekki að láta sér líða vel bara vegna þess að maður á góða konu. Það á að hjálpa til en ekki meira. Maður á að finna þetta innra með sér. Maður á sjálfur að vera á toppi leiksins (top of the game.. er einhver með betri lýsingu á þessu). Ef hjálpardekkið fer af hjólinu þá á maður samt að geta hjólað áfram.

Mér líður vel og ég vona að flestir sem eru í kringum mig sjái það og finni og ég vona að ég smiti sem flesta í kringum mig.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli