09 ágúst, 2006

vinna

Vinna

Eftir 5 tíma svefn í gær þá vaknaði ég "eldhress", sérstaklega þar sem ég hafði sofið yfir mig og myndi nú fá háðsglósur frá yfirmanni mínum. Rauk niðrí vinnu (tók leigubíl - lenti á dagtaxta, ánægður með það). Og var að vinna frá 8 til 16:10. Ósköp rólegt að gera. Fyrir hádegi er maður fastur hjá símanum og er að gera smáverkefni og eftir hádegi var farið í snjóbræðslukerfið, loksins tókst okkur að komast að því hvað nákvæmlega var að (mér tókst að finna það út, með því að athuga allar forsendur og aðstæður sem lágu á bakvið hlutina). Síðan var dólað í miðbænum í 2 tíma og mætt upp á vaktina klukkan 18.

Fyrsta frétt kvöldsins var um Össur Skarphéðinsson, hann var að tala um eitthvað sem ég man ekkert eftir. Nema hvað að í miðri frétt fer sækja á svefn og ég dotta smá. Finnst þetta ekki ganga lengur og fer út og fæ mér ferskt loft.. kem síðan inn og aftur og les aðeins yfir það sem ég skrifaði og er bara WTF?.. einhverjar sjö, átta setningar sem ég hef ekki hugmynd hvaðan komu. En síðan hlusta ég aftur á fréttina og átta mig á því að þær voru í fréttinni. Þannig að ég var að skrifa á meðan ég svaf. En eftir þennan göngutúr þá leið mér betur og gat byrjað að vinna á fullu.

Ótrúlegar fréttir.

t.d fréttamaður spyr sýslumanninn á Seyðisfirði hvort honum finnist þessar aðgerðir ólöglegar. Sýslumaður svarar "ja, ég hefði nú ekki FYRIRSKIPAÐ þær ef mér hefði fundist svo". Var fréttamaður ekki búin að komast að því hver fyrirskipaði þessar aðgerðir? (sjónvarpsfréttir)

Danir eru að stefna gersamlega í einhverja aðskilnaðarstefnu, 5 ára krakkar skipt í bekk eftir þjóðerni (útvarpsfréttir) og Danskir þingmenn vilja takmarkanir á útlenska nemendur (sjónvarpsfréttir). Fylgja Austurríkismönnum í þessu!

Óskar Bjartmarz ýtir við fréttamanni og kemur illa út í fjölmiðlum.. hverjum datt að láta hann koma fram í fjölmiðlum þar sem hann er étin af fjölmiðlafólki. (sjónvarpsfréttir).

Ég veit að ég er mikið að tala um þetta, en þar sem líf mitt snýst í kringum fréttir, svefn, kærustu og mat, hef voða lítið til að tala um þessa dagana.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli