29 ágúst, 2006

Meindýr

Rottur, dúfur, kakkalakkar og mávar hafa verið kölluð meindýr í gegnum tíðina. Hef oft heyrt fólk hallmæla þessum dýrum og segja þau vera skaðræðisskepnur.

En það er merkilegt við þessi dýr að þau hafa náð svo miklum fótfestum í heiminum vegna mannkynnis. Þetta eru fylgifiskar okkar. Þetta eru dýrin sem hafa aðlagað sig okkur. Ég gæti jafnvel sagt að þetta séu dýr sem líkist okkar lífsstílsmynstri sem mest.

Þau borða sama mat og við, þau geta búið eiginlega alls staðar en besta fer um þau í álíka vistarverum og við búum í (þ.e.a.s ekki fuglarnir). Þau lifa á okkur.

Það er mjög oft talað um það að útrýma þessum kvikindum en allir vita að það er næstum ómögulegt. Rotturnar hafa rosalega aðlögunarhæfni og þola rosalega vel öll eitur að það þurfti gríðarlegt átak til þess að eyða þeim, við höfum öll heyrt sögur hvað Kakkalakar þola mikið, og fjöldi dúfna og máva er svo gríðarlegur að það svarar ekki kostnaði að fara í að drepa þá.

Til þess að stemma stigu við þessi dýr þá þurfum við að breyta lífsmynstri okkar. Ekki henda matarleifum. Ekki láta neinar matarleifum fara ofan í vaskinn. Einfaldlega koma í veg fyrir að þessi dýr komist í matvæli sem við leyfum. Ef einhver myndi byrja að tala um það, þá myndi ég jafnvel hlusta.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli