Svefn
Ég svaf mjög illa í nótt. Vaknaði eitthvað í kringum 3 leytið og fór að hugsa um Rauða Krossinn, var andvaka að hugsa um hann í svona 2-3 tíma. Gat ekki sofnað yfir hugarblaðrinu í sjálfum mér.
Vaknaði við vekjaraklukkuna en slökti strax á henni (er síminn minn) fattaði hvað ég hafði gert og stillti vekjaraklukkuna aftur. En auðvitað stillti ég hana þannig að hún átti að vekja mig klukkan 5 næstu nótt. Vaknaði svo upp klukkan níu og rauk í vinnunna, seinn.
Núna sit ég hér hálf pirraður vegna þess að ég svaf lítið. Ég svaf lítið vegna þess að ég hélt fyrir mér vöku. Ég sjálfur! Endlausar vangaveltur um hina og þessa hluti.
Afhverju getur maður ekki stjórnað sínum eigin hugsunum... þetta með Sri Chinnoy hljómar bara vel.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli