29 október, 2003

Dauði Hellesar

Fyrir nokkru síðan sýndi hann Leifur mér bók, Sovereign Stone, flott spunaspilsbók með nýjum heim. Ég las hana og þessi heimur höfðaði eitthvað til mín. Galdrakerfið var nýstárlegt og heimurinn leit vel út (enda myndskreyttur af Larry Elmore). Kynþættirnir voru langt frá því að vera hefðbundnir, Álfar voru með svona samúræja fíling, Dvergar voru Mongólar - ríðandi á hestum um sléttur heimsins.

Ég ákvað að stjórna þessum heimi. Byrjaði á því að stjórna í gegnum netið, því hann Leifur gat ekki hangið á skerinu. En síðan þróaðist það útí hina hefðbundnu spilamennsku, með alla sitjandi í kringum borð.

Ég ákvað að hafa andrúmsloftið svona Grim´n gritty legt og láta aðalpersónurnar ganga inní málaliðahóp, hafa meiri hlutan af fólkinu í kringum þá óheiðarlegt, allt væri skítugt o.fl. Rændi andrúmsloftinu úr bókinni ?the Sheephearders Daugther? e. Elizabeth Moon.

Sagan hefur gengið mjög vel, fólk hefur skemmt sér og virðist fá tilfinningu fyrir heiminum og hvernig hann gengur fyrir sig.

Aðalsöguhetjurnar eru

William: Galdramaður, óreyndur drengur sem reynir að vera eldri en hann er. Hefur lent í hinum ýmsum vandamálum en leyst farsælega úr þeim hingað til. Æskuástin hans er Cordelia, en þau hafa fjarlægst mikið. Er hálf trúlofaður konu úr öðrum kynþætti sem hann bjargaði lífinu hjá.

Cordelia: Bogamaður. Ung stúlka sem var alinn upp sem veiðimaður. Þegar bænum sem hún bjó í var eytt og foreldrar hennar drepnir þá sór hún eið þess efnis að hún mundi hefna sín. Gekk í málaliða hóp og hefur sett allar aðrar áætlanir til hliðar. Hefur ekki verið við karlmann kennd og virðist ekki kæra sig um svoleiðis hluti. Hefur sannað hugrekki sitt á bardagavellinum.

Hellas: Ungur bóndasonur sem flúði ofríki og ofbeldi föður síns. Gekk í lið með málaliðahópnum og hefur náði mikilli færni í vopnaburði. Var gerður að Korporáli en það gekk illa hjá honum að ná stjórn yfir hópnum. Langar að verða atvinnuhermaður og ná langt í þeim efnum.

Þetta voru þessar þrjár aðalsöguhetjur. Það komu margar aukapersónur inní söguna en engin hafði fests við hópinn.

En þá kemur að aðalmálinu. Eins og fyrirsögnin gefur tilkynna þá er Hellas allur. Jafnvel þó að ég ætlaði að hafa þetta svona raunverulegt og blóðugt þá hefur engin aðalsögupersóna látið lífið. Ég er á þeirri skoðun að maður eigi að forðast það. En stundum er bara ekki hjá því komist.

Hérna kemur smá lýsing á atburðinum.

Hann skildi þetta ekki. Stewick og þessi kvensnift virtust kannast við hvort annað. Þeir voru óvinir. En samt skein gleði úr andliti þeirra beggja þegar þau sáu hvort annað. Hann vissi að hann hefði átt að neita þessari áæltun. Að fara með einhvern gamlan feitan kall út í sveit til þess að leita að einhverjum fornminjum. Jú að vísu hafði komið í ljós að þessi feiti kall var fær bardagamaður og hafði bjargað þeim á móti þessum vörðum og þau höfðu fundið fornminjarnar. En þegar allt virtist vera búið þá kom þessi kvensnift ásamt nokkrum af hennar kynþætti gerðu fyrirsát.

Stewick og kvensniftin voru í einvígi. William var að berjast við einhvern sem barðist með tveimur vopnum. Hann virtist ná að halda óvininum frá sér og greiða nokkur vel valin högg á móti.

Hann horfði á sinn óvin. Stór stæðilegur álfur sem hélt á löngu tveggja handa blaði. Þetta var óvinur sem dansaði í kringum hann, hljóp að honum hjó og stökk í burtu áður en hann gat áttað sig á því hvað hafði gerst. Hann vissi að ef þessi stökkvandi álfur mundi einhvern tíman stoppa að þá yrði hann snöggur að ná honum niður, en álfurinn vissi það líka svo að hann var ekkert að hægja neitt á sér.

Hann William bakkaði í áttina að honum, álfurinn sem hann hafði barist við var illa særður og hafði bakkað frá william. "Við verðum að komast að hestinum" sagði William.

Hellas vissi að þessir menn voru honum ofviða. Þótt að annar þeirra væri særður. Þeir voru of snöggir og voru ekki í vandræðum að sveifla sínum sverðum. Hann líka tók eftir því að hann Stewick var að tapa sínum bardaga. Kvensniftin dansaði í kringum hann og greiddi honum tvö högg hvert það sem hann náði. Álfurinn með stóra sverðið stökk í áttina að hinum álfinum og öskraði eitthvað á hann. Hinn brást við með því að setja sig í bardagstellingar og fór að nálgast þá félaga. William fór að kasta galdri og þá stökk tveggja sverða álfurinn niður, óttaðist virtist galdrana. En hinn fór að hringsóla þá. William notaði styrk jarðarinnar til að auka styrk Hellasar og sagði síðan "ég ætla að ná í hestinn" og hljóp af stað. Álfarnir notuðu tækifærið og fóru sitthvoru megin við Hellas. Tveggja sverða álfurinn var þrekaður og tókst ekki að ná inn fyrir varnir Hellas, en hinn hjó hann þungu höggu sem hefði klofið hann í tvennt ef honum hefði ekki tekist að setja skjöldin fyrir.

Hellas snéri sér að tveggja sverða álfinum., notaði sér þrekleysi hans og náði góðu höggi á vinstri handlegg. Álfurinn missti sverðið og riðaði til falls. Hellas sá að hann gæti lokið honum af, heyrði hann William kalla eitthvað en var of upptekin við að halda hinum álfinum frá til þess að taka eftir því. Hann stakk sverðinu í maga álfsins, hann dró það upp snöggt og rykkti því svo út. Álfurinn missti meðvitund á sársauka og hrundi niður.

Álfurinn með tveggja handa blaðið öskraði stríðsöskur og hjó til Hellas, hann var of seinn til að setja sköldin fyrir og fékk blaði í brjóstkassan, það opnaðist stórt sár og hann missti allt loft úr sér. Hann bakkaði tvö skref en álfurinn fylgdi á eftir, rauður af reiði.

William flýtti sér eins og hann gat. Hann hafði reynt að öskra til Hellash um að drepa ekki álfinn, því að þessi bardagi var ekki til dauða. Hann sparkaði aftur í hestinn til þess að fá hann hraðar en vissi í hjarta sínu að hann mundi koma of seint.

Álfurinn reisti blað sitt og bjó snöggt í háls Hellash sem kom engum vörnum við út af losti. Höfuðið féll af búknum og lendi með litum dynki við fæturna og líkami hans hrundi niður stuttu eftir.

Hann var grafin við litla athöfn, fjarri fjölskyldu sinni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli