Lífið er of stutt!
Ég var að komast að þessari staðreynd fyrir nokkru. Lífið er alltof stutt!
Síðan ef maður ætlar að lengja líf sitt þá þarf maður að forðast sjólarljósið, drekka blóð og það er eitthvað vesen sem ég vil ekkert komast í.
Já lífið er of stutt! Ég hef svona 60 ár í viðbót. Á þessum 60 árum langar mig til þess að: (og þessi röð er ekki í mikilvægisröð)
1. Ferðast um allan heimin
2. Búa í Asíu, Ástralíu, Austur-Evrópu, Suður-Ameríku
3. Læra þó nokkur tungumál í viðbót, kunna spænsku, dönsku, Kínversku, Rússnesku og síðan eitthvað Austur-Evrópskt tungumál.
4. Eignast 2 börn (og barnsmóður)
5. Gefa út svona minnst 4 bækur (eina ljóða og smásagnasafn, eina fræðibók, eina öfluga skáldsögu og eina ævisögu)
6. Vinna sem sjálboðaliðiá einhverjum stað þar sem miklar hörmungar eru.
7. Vinna við einhverja vinnu sem mér finnst skemmtileg og vera mjög góður í henni.
8. Vinna sem deildarstjóri í leikskóla
9. Búa til heimasíðu (www.sivar.is)
10. Kaupa litla íbúða hérna á Íslandi (ekki með stóran garð!!!)
11. Fara í teygjustökk, fallhlífarstökk ofl.
12. Setjast í helgan stein svona 60 ára og vera rosalega mikið með barnabörnunum.
13. Spila roleplay á elliheimilinu.
Þessi 60 ár duga ekki!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli