Draumur
Bý úti á landi og öll mín fjölskylda er þar líka. Man ekki hvort að það var pabbi og mamma eða kona og börnin mín.
Það er einhverskonar herstöð nálægt þar sem ég bý en þetta er ekki Suðurnesið. Það er helling af vötnum og frekar heitt.
Ég er labbandi um og þegar ég sé flugvél fljúga yfir mig. Þetta var flugvél frá herstöðinni og er í einverri æfingu. Þetta er samt engin þota eða neitt þannig. Þetta líkist frekar svifflugvél með mótor... samt ekki...
Ég sé hvar flugvélin flýgur upp, virðist missa stjórn á flugvélinni og hrynur niður og brotlendur. Ég gríp skyndihjálparpakkann og hleyp út. Eftir smá tíma kemst ég að staðnum þar sem hún brotlenti... nú verður allt voða ruglað.. ég finn helling af blóði sem ég kemst síðan að því að þetta er málning sem hefur lekið úr stórum glerbrúsa sem brotnaði.
Það er reykur og flugvélin hefur sokkið í eitthvað vatn. Ég er vafrandi þarna um í smá tíma, ringlaður og örvæntingarfullur. Gefst síðan upp á endanum og fer í burtu. Tókst ekki að bjarga neinum.
Síðan þegar ég búin að labba smá þá kemur helling af fólki sem óskar mér til hamingju með björgunina og þetta hugrekki sem ég sýndi. Síðan var farið með mig á sjúkrahúsið þar sem konan sem ég bjargaði lá. Móðir konunnar faðmaði mig og grét fagnaðartárum. Síðan var ég látin setjast niður og allir voru í hring og töluðu um hvað ég væri mikil hetja.
En allan tíman var ég að hugsa um hvort að ég væri minnislaus. Það hlyti eiginlega vera.
Að vera hetja en muna ekki eftir því
Engin ummæli:
Skrifa ummæli